Vinir leikarans Johnny Depp hafa áhyggjur af rokk-og-ról lífsstíl hans og telja hann vera að flýta dauða sínum með óheilbrigðum lifnaðarháttum. Hann hefur alltaf drukkið mikið, en það er farið út í algerar öfgar því skilnaðardeilan tekur sinn toll.
„Johnnu var að panta vodka upp á herbergi til sín klukkan þrjú um nótt, daginn fyrir verðlaunaafhendingu á rauða dreglinum. Hann var með áfengi í kaffibolla á viðburðinum. Þetta var truflað! Öryggisverðirnir hans þurftu að styðja við hann því hann var svo reikull í spori,“ segir innanbúðarmaður við Radar.
Johnny sagði að honum líkaði ekki við hótelherbergið sitt en bætti við: „Það er allt í góðu, ég á hvort sem er eftir að rústa því“ heldur hann áfram.
Þetta er ekki úr karakter fyrir Johnny en Amber segir hann hafa rústað hótelherbergi í Ástralíu eftir að hafa verið fullur í þrjá daga samfleytt. Þetta kom í ljós eftir að Johnny kærði Amber sem sagði hann hafa beitt hana heimilisofbeldi.
Amber (33) brást við með því að kæra Johnny (56) fyrir að hafa í 13 skipti beitt hana ofbeldi og farið á þriggja daga túr á alsælutöflum. „Eftir þessa nótt hafði Johnny slegið mig oft, hrint mér og ýtt á gólfið, reynt að kyrkja mig og hrækti framan í mig,“ segir hún í málsskjölum.
„Hann henti flöskum út um gluggann, braut tvo rúðupósta og það voru glerbrot út um allt. Johnny greip í mig, í líkamann og náttkjólinn. Hann reif náttkjólinn af mér og ég var þarna nakin, berfætt og öll í áfengi og glerbrotum.“
Rétturinn hefur virt ósk Amberar um að neyða Johnny til að láta af hendi öll sjúkragögn, einnig vegna geðsjúkdóma, til hennar. Johnny neitar öllu og segist sjálfur vera fórnarlambið.