KVENNABLAÐIÐ

Ben Affleck leitar að ástinni með hjálp stefnumótaapps

Leikarinn Ben Affleck hefur horft á eftir þremur fyrrverandi fá sér nýja kalla þannig hann hefur ákveðið að hann sé nú tilbúinn að verða ástfanginn. Er Ben búinn að fá sér svokallað „VIP“ stefnumótaapp sem stjörnurnar nota og kallast Raya.

Auglýsing

Þrátt fyrir að Raya sé þekkt fyrir stjörnurnar sem nota það, ætlar Ben ekki að finna sér einhverja fræga segja vinir hans: „Hann virðist vilja raunverulegan maka, ekki vekja athygli á sér með að hitta einhverja stjörnu. Hann vill halda lífi sínu utan fjölmiðla og er á góðu róli núna,“ segir vinurinn. „Hann á börnin sín og er að vinna og er einbeittur, en hann er tilbúinn að verða ástfanginn á ný.“

Auglýsing

Ekki er vitað hvort Ben (47) sé í raun búinn að fara á stefnumót en fyrir nokkrum vikum sást hann á Hotel Bel-Air með ungri dökkhærðri konu: „Þetta virtist saklaust, eins og fyrsta stefnumót,“ sagði sjónarvottur. „Hann var í góðu skapi og þau virtust ná vel saman. Það voru engar snertingar, þau voru bara að borða.“

Eftir að Ben fór að hitta Lindsay Shookus aftur fyrr á árinu hættu þau saman eftir nokkrar vikur og hún fór að hitta Jon Hamm. Í sambandi þeirra áður ætluðu þau að flytja inn saman en svo féll Ben á áfengisbindindinu. Lindsay flutti út og Ben fór að hitta Playboyfyrirsætuna Shauna Sexton. Það varði stutt og hætti þegar Ben fór í meðferð. Shauna hefur nú haldið lífi sínu áfram með manni sem er afar líkur Ben!

Þökk sé frábærri fyrrum eiginkonu Bens, Jennifer Garner, sem stóð við hlið hans í vandræðunum og kom honum í meðferð er Ben edrú núna og einbeitir sér að sjálfum sér, börnunum og heilsunni. Þau Ben og Jen eru í góðu sambandi en þau eru ekki að hefja samband á ný því hún er í alvarlegu sambandi með John Miller, viðskiptajöfri.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!