KVENNABLAÐIÐ

Neysluhyggjan er að drepa okkur

„Í dag heyrði ég fyrstu jólaauglýsinguna í útvarpi fyrir jólin sem eru ekki fyrr en eftir 10 vikur!“ segir Rúnar Jóhannsson sem vill kalla sig „jólaköttinn.“  „Þetta er algjör hryllingur og er núna verið að reyna að fá fólk til að fara fyrr í búðir til að kaupa drasl fyrir sig, fjölskyldu og vini.
Um leið og ég heyrði þetta ákvað ég að þessi jól og framvegis fá bara börnin mín jólagjöf frá mér í formi peninga eða gjafabréfs sem þau geta notað til að kaupa það sem þau vantar.

Auglýsing

Með þessari litlu ákvörðun vona ég að ALLIR hugsi svipað og hætti að eyða hundruðum þúsunda yfir jólin í drasl og endalausan mat sem verður hent á eftir, þannig ætla ég að stuðla að betri jörð fyrir komandi kynslóðir.

Neysluhyggja er eitthvað sem við mannfólk verðum að reyna að hætta þessu því á þann hátt eyðileggjum við jörðina fyrir komandi kynslóðir.

Ætlar þú að gefa fleiri en fimm gjafir þessi jól?
Af hverju?
Viltu ekki að þínir afkomendur eigi séns á að hafa það eins gott og þú?
Hví sendirðu ekki bara jólakort og óskar gleðilegra jóla?
Heldurðu að foreldrar, systkyni, frændur, frænkur og vinir elski þig eitthvað meira ef þú sendir þeim drasl til að setja í geymslu?

Auglýsing
Hér eru hugmyndir sem þú getur notað í staðinn fyrir að kaupa drasl til að gefa:
Af hverju ekki að nota peninginn í að hjálpa öðrum sem virkilega þurfa á því að halda?
Borgaðu inná skuldir, þá þarftu ekki að kvíða fyrir vísareikningnum.
Safnaðu peningum
Gleddu sjálfan þig og keyptu eitthvað sem þig vantar og þú notar (þessi er meira fyrir einstæðinga eins og mig )

Í mínum huga búum við í heimi þar sem við þurfum ekki á hátíðadögum að halda þar sem er ætlast til að fólk vaði á milli verslanna til að kaupa drasl sem endar svo inní skáp, geymslu eða hreinlega í ruslinu.

Hvað finnst þér um þessa hugleiðingu, á hún ekki rétt á sér og eigum við ekki að þrýsta á fréttamiðla að fjalla um hverslags eitur neysluhyggja er?
Í dag eru fjölmiðlar að bombarda okkur með fréttum af því hversu illa við göngum um jörðina svo í næstu frétt við hliðina er verið að fjalla um Jón og Gunnu sem tóku íbúðina sína í gegn og hentu fullkomlega góðum gólfefnum og skápum sem hafa enst vel í fimm til tíu ár í stað nýs drasls því það nánast nýja sem var fyrir sem þau svo hentu var komið úr tísku!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!