KVENNABLAÐIÐ

Leikkonan Christina Hendricks skilur eftir tíu ára hjónaband

Good Girls leikkonan Christina Hendricks skilur nú við leikarann Geoffrey Arend sem þekktur er fyrir leik sinn í  Madam Secretary. Þau voru gift í tíu ár.

Auglýsing

Parið póstaði á Instagram: „Fyrir 12 árum síðan urðum við ástfangin og fórum í samband. Við sameinuðum tvær æðislegar fjölskyldur, hlógum endalaust, eignuðumst yndislega vini og vorum blessuð með ótrúlegum tækifærum.“

Auglýsing

Yfirlýsingin heldur áfram: „Í dag tökum við næsta skref saman, en förum í sitthvora áttina. Við verðum ávallt þakklát fyrir ástina sem við deildum og við munum alltaf vinna saman í því að ala upp fallegu hundana okkar tvo. Við tökum okkur tíma í að átta okkur í þessu nýja ferli og þökkum ykkur fyrir þolinmæðina og stuðninginn.“

Christina (44) og Geoffrey (41) gengu í það heilaga í New York í október 2009. Þau kynnntust í gegnum Vincent Kartheiser sem lék með Christinu í Mad Men árið 2007.

Á tíu ára afmælinu þeirra póstaði Arend mynd af hundunum þeirra og sagði: „Alltaf þegar þér líður illa, umvefðu þig hundum. Get ekki mælt nægilega með því.“