KVENNABLAÐIÐ

Jenna Dewan var „svikin“ þegar Channing Tatum eignaðist kærustu svo fljótt eftir skilnaðinn

Leikkonan og dansarinn Jenna Dewan sem var gift Channing Tatum og í sambandi með honum í tíu ár var komið stórkostlega á óvart þegar hann fór á fast með áströlsku söngkonunni Jessie J. Þetta segir hún í nýrri bók, Gracefully You: Finding Beauty and Balance in the Everyday. Jenna (38) segir að hún var ein þear hún áttaði sig á nýju sambandi: „Þarna var ég, í flugvél, ein, að uppgötva þetta nýja samband. Mér fannst ég svikin.“

Auglýsing

Jenna vissi semsagt af sambandinu á sama tíma og „restin af heiminum“ og segir það hafa verið „erfitt.“

Auglýsing

Mamma Everly (6) ætlaði að tvíta um ástandið en póstaði þeim aldrei: „Í stað þess að hegða mér eins og ég vildi…spurði ég mig: Hvernig kemst ég með reisn frá þessu.“

Channing og Jenna skildu í apríl 2018. Skilnaðurinn gekk í gegn í október, nú er komið ár síðan.

Í sama mánuði sást Channing með Jessie. Jenna á nú nýjan kærasta, Steve Kazee, og eiga þau von á barni.

Gracefully You mun koma í verslanir og á netið þann 22. október.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!