KVENNABLAÐIÐ

Ákærir lögreglu fyrir að hafa dregið út tíðatappa við líkamsleit

Kona nokkur hefur ákært lögregluna í San Antonio fyrir að hafa leitað á líkama hennar að eiturlyfjum og dregið út tíðatappa úr leggöngum að fjölda lögregluþjóna ásjáandi.

Auglýsing

Lögregluyfirvöld í San Antonio, Texasríki, hafa boðið henni skaðabætur upp á 205.000 dali.

Sumarið 2016 sat Natalie D. Simms á gangstéttarbrún, þar sem hún beið eftir kærastanum sínum. Lögreglulið sem leitaði að eiturlyfjasölum nálgaðist hana. Rannsóknarlögreglukonan Mara Wilson leitaði á Simms, en vildi fá að framkvæma líkamsleit. Fyrir framan fimm karlkyns lögregluþjóna vildi hún fá að skoða leggöng hennar. Simms sagði henni að hún væri á blæðingum, en Wilson togaði í spotta tíðatappans og sagði: „Þá er hann fullur af blóði er það ekki?“ Simms sagði: „Af hverju ertu að gera þetta?“ og lögreglukonan sagði: „Ég veit það ekki, það leit út fyrir að þú værir að fela eitthvað þarna.“ Hún hafði svo á orði að Simms væri „mjög loðin.“

Auglýsing

Simms ákærði bæði Wilson og lögregluna og vildi fá skaðabætur. Hún hefur samþykkt ofangreinda upphæð, en Wilson var aldrei refsað fyrir athæfið. Hún hefur nú hætt störfum.

Aukinn fjöldi kvenna er nú að ákæra lögreglu fyrir leitir sem eru ekkert annað en kynferðislegar árásir. Fyrr á þessu ári ákærði kona í Phoenix lögregluna fyrir að hafa undirgengist líkamsleit af lögregluþjóni sem ekki hafði heimild til þess. Árið 2017 leitaði lögregla í Texas í leggöngum konu og settu fingur upp í þau í 11 mínútur og fundu ekkert; lögfræðingur þeirra konu kallaði athæfið „lögreglunauðgun.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!