KVENNABLAÐIÐ

Eiginmaður Patriciu Heaton ásakaður um kynferðislega áreitni

Eiginmaður leikkonunnar Patricia Heaton, kvikmyndaframleiðandinn David Hunt, hefur verið ásakaður um kynferðishneyksli á kvikmyndasetti sem olli því að tvær konur hjá CBS sjónvarpsstöðinni hættu störfum.

Auglýsing

David, sem nú framleiðir þættina „Carole’s Second Act” hefur að sögn þolanda, snerti handritshöfund á ósæmilegan hátt og hætti hún störfum ásamt öðrum kvenkyns framleiðanda eftir að CBS höndlaði kvartanir þeirra ekki á viðeigandi hátt.

Höfundurinn Broti Gupta segist hafa farið til mannauðsdeildarinnar til að kvarta undan snertingum Davids, en tvisvar snerti hann hana á ósæmilegan hátt og í annað skiptið lagði hann hönd á læri hennar.

Auglýsing

Vikum seinna sat Broti við hlið framleiðandans Margee Magee þegar David kom, nálgaðist Broti, tók í axlir hennar og hristi hana. Sagði Broti þá Margee frá fyrra atvikinu og hvatti hún hana til að tilkynna þetta.

Þær fóru því til mannauðsdeildarinnar og lögðu fram kvörtun. Broti vildi ekki að David yrði rekinn en hann þyrfti fræðslu um kynferðislega áreitni. Eftir þetta var bæði Broti og Margee meinað að taka þátt í ákveðnum æfingum sem leiddi til þess að hvorug gat sinnt starfi sínu á viðeigandi hátt.

„Það gaf augaleið að ég varð að hætta í þættinum,“ segir Broti.

Þegar Margee sagði einnig frá og vildi ræða atvikið eftir að Broti var hætt var hún svipt allri handritsvinnu. Hún hætti síðan í október.

CBS segir David hafa sýnt fulla samvinnu eftir að tilkynnt var um athæfið og segir að konunum hafi ekki verið refsað fyrir að kvarta. Rannsókn fór af stað en ekki fundust nein sönnunargögn þess efnis að David hefði áreitt Broti kynferðislega.

Patricia Heaton (61) stjarna úr þáttunum „Everybody Loves Raymond,” hefur verið gift David Hunt síðan árið 1990. Þau eiga fjögur börn.