KVENNABLAÐIÐ

Fyrrum mágur Miley Cyrus gersamlega búinn að fá nóg af hegðun hennar

Chris Hemsworth og eiginkona hans Elsa Pataky eru orðin fullsödd á hegðun Mileyar í garð fyrrum eiginmanns hennar, Liam Hemsworth: „Þau eru að tína upp brotin. Og þau vilja allt gera til að verja Liam, líka útiloka hana úr lífi hans.”

Yngri bróðir Chris, Liam (29), flutti aftur til heimalands síns, Ástralíu, til að jafna sig eftir skilnaðinn við Miley.

Eins og lesendur Sykurs vita, jafnaði Miley sig ótrúlega fljótt með fyrrverandi hans Brody Jenner, Kaitlynn Carter. Þær fóru í sleik á Ítalíu og urðu par í „korter.” Þó það sé búið núna hafði þetta ótrúlega mikil áhrif á Liam.

Auglýsing

Miley (26) bjó meira að segja til lag um skilnaðinn („Slide Away”) og hjónin Chris og Elsa eru hneyksluð: „Lagið, að væna hann um að vera fíkill, hún að senda honum skilaboð hingað og þangað – þetta gerir þau alveg brjáluð. Þau buðu Miley velkomna með opnum örmum þrátt fyrir að hún væri allt of klikkuð og barnaleg fyrir vinahópinn og þeim finnst þau svikin,” segir vinur hjónanna í viðtali við Radar.

Auglýsing

Cyrus og Hemsworth hafa verið par af og til í áratug, síðan árið 2009. Þau trúlofuðu sig 2012 en hættu saman ári seinna. Þau giftu sig síðan í desember 2018 en hættu saman í ágúst 2019.

Síðan þau skildu hefur Miley verið dugleg á djamminu á meðan Liam hefur verið rólegur og hefur óskað henni „einskis frekar en heilbrigðis og hamingju” í lífinu.

Miley var frekar hissa að heyra að fyrrum mágur og svilkona voru svo hörð við hana, því hún bjóst ekki við því.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!