KVENNABLAÐIÐ

Eru Nicolas Cage og Lisa Marie Presley að endurvekja ástina?

Fyrrum ástarfuglarnir, Lisa Marie Presley og Nicolas Cage hafa verið í samskiptum og jafnvel farið á stefnumót. Þau giftu sig árið 2002 en eftir 107 daga hjónaband hættu þau saman. Árið 2004 gekk skilnaðurinn í gegn. Þau hafa þó orðið náin á ný undanfarið.

Auglýsing

„Þau tala mikið saman og hafa endurvakið tilfinningarnar til hvors annars. Þetta hófst í byrjun sumars þegar Nic hafði samband við hana á ný. Síðan þá hafa þau verið í símanum stanslaust og hafa meira að segja hist,“ segir innanbúðarmaður sem ekki vill láta nafn síns getið í viðtali við Radar.

Auglýsing

Bæði hafa þau gengið í gegnum erfiða tíma undanfarin ár, sérstaklega tengd neyslu. Lisa Marie hefur játað ópíóðafíkn og á enn í biturri skilnaðardeilu við sinn fyrrverand, Michael Lockwood vegna tíu ára tvíbura þeirra, Finley og Harper.

Nicolas gekk í gegnum erfiðan skilnað frá þriðju eiginkonunni, Alice Kim en hún sást kyssa annan mann árið 2016. Hann ætlaði svo að kvænast Eriku Koike í Las Vegas á fylleríi en fékk ógildingu fjórum dögum seinna.

Það er óskandi að þau nái saman og komi lífi sínu í lag: „Þau hafa endurvakið afskaplega heita tengingu og það er bara tímaspursmál þar til þetta verður opinbert.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!