KVENNABLAÐIÐ

Voru Jennifer Lawrence og Cooke Maroney að gifta sig?

Óskarsverðlaunaleikkonan Jennifer Lawrence og unnusti hennar Cooke Maroney sáust hjá sýslumanni í New York mánudaginn 16. septmber þar sem þau voru með tveimur öryggisvörðum, ljósmyndara og vini.

Auglýsing

Jennifer var í gráum frakka og hélt á skjölum í hönd. Manneskja sem var á staðnum tvítaði að hún hefði verið að fá giftingarleyfi og Jennifer Lawrence hefði einnig verið þar að gifta sig: „Ráðhúsið er SVALT! Staðurinn til að vera á,“ skrifaði hún í tvíti sem nú hefur verið eytt.

Auglýsing

Ljósmyndarinn, Mark Seliger, hefur tekið myndir fyrir Vanity Fair og GQ. Hefur hann einnig tekið myndir af Mick Jagger, Gisele Bundchen, Bob Dylan, Bono, Iggy Pop og Miley Cyrus. Í síðasta mánuði sagðist hann vera að vinna með Jennifer sem væri alltaf gaman.

jen l

Jennifer og Cooke trúlofuðu sig í febrúar á þessu ári. Þau ætla að halda stóra veislu í næsta mánuði til að fagna brúðkaupinu.

Jennifer sagði í viðtali að hún væri ekki stressuð: „Ég er búin að vera á góðum stað. Ekki taugaveikluð. Ég er of löt til að vera taugaveikluð. Ég sá kjól og sagði, „þetta er kjóllinn.“ Ég sá sal og var bara „kúl, þetta er salurinn.“

Hún sagði einnig: „Ég bara hitti Cooke og vildi giftast honum. Við vildum giftast hvort öðru. Hann er besti vinur minn og ég er mjög heiðruð að veða Maroney.“ Hún ætlar að taka seinna nafnið hans, þannig nýja nafnið verður Jennifer Maroney.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!