KVENNABLAÐIÐ

Adele skilur við eiginmann sinn til sjö ára

Þann 12. september sótti söngdívan Adele um skilnað við eiginmanninn Simon Konecki eftir að hafa verið gift honum í sjö ár. Hjónin bjuggu víst ekki saman og hafa ekki gert í fimm mánuði. Þau deila syninum Angelo sem fæddur er í október 2012.

Auglýsing

Söngkonan sótti um skilnað hjá sýslumanni í Los Angeles. Þau hafa ákveðið að ala upp son þeirra saman „á ástúðlegan hátt.“

Auglýsing

Adele (31) og Simon (45) voru fljót að aðlagast því að vera án hvors annars. Um leið og það gerðist hóf Simon að hafa samband við fyrrverandi eiginkonu sína, Clary Collicutt.

Adele er sjálf búin að finna sér annan mann, er sagt, en ekki er mikið vitað um hann annað en hann er skeggjaður!

Adele og Simon gerðu engan kaupmála, þannig Simon kann að ganga frá borðinu með 90 milljónir dala.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!