KVENNABLAÐIÐ

Adele verður kynnir í Saturday Night Live

Auglýsing

Tónlistarkonan Adele verður kynnir í Saturday Night Live þann 24.október næstkomandi. Hún greinir frá þessu á Instagram síðu sinni. Þetta er í fyrsta skipti sem hún kynnir þáttinn en þetta hefur lengi verið draumur hennar.

„Mig hefur alltaf langað til að gera þetta, bretta upp á ermarnar og henda mér allri í þetta, en það hefur aldrei verið rétti tíminn. En ef það hefur einhvern tímann verið tíminn til að stökkva með höfuðið á undan í djúpu laugina með augun lokuð og vona það besta, þá er það árið 2020, er það ekki?,“ skrifar hún.

„Það verða næstum tólf ár upp á dag síðan ég kom síðast fram í þættinum, í kringum kosningar… sem ruddi brautina fyrir tónlistarferil minn í Ameríku, svo það má segja að ég sé komin hringinn og ég gat alls ekki neitað!

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!