KVENNABLAÐIÐ

Adele:„Vegna Covid-takmarkanna þurfti ég að ferðast létt og gat bara tekið helminginn af mér með“

Auglýsing

Tónlistarkonan Adele var kynnir í Saturday Night Live í gær, laugardagskvöld. Var þetta í fyrsta skipti sem hún kynnir þáttinn en þetta hefur lengi verið draumur hennar.

Hún fór alveg á kostum í þættinum, þar sem hún grínaðist meðal annars með þyngdartap sitt. En hún hefur lést gríðarlega síðastliðið ár og hefur það ekki farið framhjá neinum.

„Ég veit að ég leit allt öðruvísi út þegar þið sáuð mig síðast,“ sagði hún. „En vegna Covid-takmarkanna þurfti ég að ferðast létt og gat bara tekið helminginn af mér með. Og þetta er helmingurinn sem ég valdi.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!