KVENNABLAÐIÐ

Ashton Kutcher kennir Adele um að hann sé með fáránlegt yfirvaraskegg

Það er áhugaverð saga á bak við yfirvaraskeggið sem leikarinn Ashton Kutcher hefur borið í þó nokkurn tíma núna. Vill hann meina að þetta sé allt Adele að kenna. Ashton var í þætti Jimmy Fallons og var spurður fyrir ástæðunni: „Ég ætlaði mér aldrei að hafa skeggið, mér finnst ég ekki vera flottur með það en ætla að halda því!“

Auglýsing

Sagan er sú að Ashton og eiginkonu hans Milu Kunis var boðið í afmælispartý til Adele. Sagði Adele við þau að þema afmælisins væri „nýársdagur 1970,“ og þar sem bæði Ashton og Mila léku í ‘That ’70s Show,’ fannst þeim þau verða að rokka lúkkið. Hann fór í útvíðar buxur, stígvél og rakaði skeggið á þennan hátt.

Auglýsing

Mila var í „tímalausum samfestingi“ og svo áttaði hann sig á að þemað var í raun 1930, ekki 1970. „Ég leit út eins og Burt Reynolds í Boogie Nights og var bara – náði ég ártalinu vitlaust?“ Þannig hann varð að halda áfram með grínið og hefur ekki rakað skeggið af ennþá!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!