KVENNABLAÐIÐ

Nicki Minaj er hætt í tónlistarbransanum og ætlar að stofna fjölskyldu

Söngkonan/rapparinn Nicki Minaj tilkynnti á Twitter, fimmtudaginn 5. september að hún sé hætt að búa til tónlist. Segir hún að hún hafi ákveðið að draga sig í hlé og stofna fjölskyldu. Hin 36 ára Nicki segir svo: „To my fans, keep reppin me, do it til da death of me, ❌ in the box- cuz ain’t nobody checkin me. ✅ Love you for LIFE 😘♥️🦄.”

Auglýsing

Fólk og aðdáendahópurinn Barbz brást illa við og hélt hún væri að grínast.

Auglýsing

Vikum áður sagði Nicki á „Queen Radio“ að hún hyggðist ganga að eiga unnustann Kenneth Petty fljótlega. Hún hafði þá 80 daga til að bindast honum eða hún þyrfti að fá nýtt giftingarleyfi.