KVENNABLAÐIÐ

French Montana lagður inn á sjúkrahús vegna hjartavanda

Rapparinn French Montana (35) var illa haldinn þegar lögreglan kom að heimili hans vegna gruns um þjófnað. Leit hann alls ekki nógu vel út og var kallað á sjúkrabíl.

Auglýsing

Lögreglan í Los Angeles var kölluð að heimili hans vegna ráns, en svo reyndist ekki vera. Þeir sáu hversu illa hann leit út og var honum óglatt, með mikla magaverki og hraðan hjartslátt.

Búist var við að hann fengi að fara heim, en ekki er vitað hvort svo varð.

Talsmenn French hafa ekki gefið út yfirlýsingu vegna málsins.