KVENNABLAÐIÐ

Nicki Minaj búin að gifta sig!

Rapparinn Nicki Minaj er nú gift kona, en hún játaðist kærastanum Kenneth Petty mánudaginn 21. október. Þau hafa verið að hittast í minna en ár. „Onika Tanya Maraj-Petty 10•21•19” skrifaði Nicki við myndband á Instagram sem sýndi bolla með orðunum „Mrs“ og „Mr“ og derhúfur sem á stóð „Bride“ og „Groom.“

Auglýsing

Aðdáendur hafa fett fingur út í samband Nicki og Kenneth, en hann hefur oftar en einu sinni komist í kast við lögin. Þegar hann var 16 ára reyndi hann að nauðga jafngamalli stúlku. Hann notaði hníf við árásina. Hann fékk 18-54 mánaða dóm og er nú skráður kynferðisafbrotamaður í New York ríki. 

Auglýsing

Svo sat Kenneth inni í sjö ár fyrir að bana manni. Hann skaut Lamont Robinson í Queens, New York borg, mörgum sinnum. Hann var ákærður fyrir morð af annarri gráðu en samdi um manndráp árið 2006. Honum var sleppt úr fangelsi árið 2013 og lauk nýverið fimm ára skilorði.

Þegar Nicki var bent á hið augljósa fór hún í vörn og sagði öllum að „fokka sér“ og fólk gæti ekki stjórnað hennar lífi því það gæti ekki stjórnað sínu eigin.

Þrátt fyrir það allt saman er hann frjáls maður og þau Nicki ákaflega ástfangin. Þau giftu sig í algeru leyni og hafa smáatriði brúðkaupsins ekki litið dagsins ljós.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!