KVENNABLAÐIÐ

Lagði eiginkonu sína til hinstu hvílu í brúðarkjólnum 16 vikum eftir brúðkaupið

Hinn nýgifti Michael Herz missti konu sína á sviplegan og skelfilegan hátt, en er nú að safna fé fyrir málstaðinn, en Saima Herz lést úr heilabólgu (e. Encephalitis).

Fjórum mánuðum eftir stóra daginn klæddist hún sama kjólnum og hún gifti sig í…en það var í líkkistunni.

Draumur Saimu var að vera eiginkona og móðir. Sá draumur rættist þó ekki sökum skyndilegs og óvægins heilasjúkdóms.

Michael (29) sem varð fyrir miklum harmi í æsku var sviptur konunni sem hafði gefið honum von um að verða hamingjusamur það sem eftir væri. Nú, í minningu hennar, er hann að safna fé til rannsókna á þessum sjúkdómi sem tók Saimu (30) frá honum.

„Hún var mér allt,” segir Michael. „Hún sagði alltaf að hún vildi klæðast brúðarkjólnum aftur einhvern daginn – þannig hún var lögð til hinstu hvílu í honum.

Auglýsing

Saima lést af völdum heilabólgu – sjúkdóms sem orsakar bólgur í heilanum og tekur líf um 6000 manns í Bretlandi einu. Ekki er um að ræða heilahimnubólgu, það er annað. Sjá HÉR.

Michael og Saima
Michael og Saima

Michael segir: „Daginn sem jarðarförin var sagði ég við Saimu að ég myndi gera hana stolta. Ef eitt gott getur komið út úr þessum hryllilegu aðstæðum, er að vekja meðvitund um sjúkdóminn og hjálpa öðrum fjölskyldum.”

Michael og Saima hittust á stefnumótasíðunni Plenty of Fish í september 2015. Þau töluðu saman í þrjá mánuði áður en þau hittust.

Þar til þá hafði Michael verið afar varkár í að stofna til náinna kynna þar sem hann varð fyrir miklu áfalli þegar hann var unglingur. Þegar Michael var 12 ára var hann ásamt móður sinni Jane (37) og bróður sínum Ben (níu ára) þegar þau létust í bílslysi  í fríi í Suður-Afríku. Hann var sjálfur í bílnum ásamt föður sínum Adam en þeir sluppu lifandi frá harmleiknum.

„Þegar ég var að verða fullorðinn var ég mjög óviss um hvort ég ætti að hleypa einhverjum inn í líf mitt. Ég var svo hræddur um að missa aðra manneskju. En um leið og ég sá Saimu varð ég svo ástfanginn.”

Auglýsing

Parið varð fljótt óaðskiljanlegt – og ári síðar bað Michael Saimu, sem vann sem dagmamma.

„Það gæti verið að sumum þyki það of fljótt en ég var ekki í neinum vafa um að ég hafði hitt sálufélaga minn. Saima var besti vinur minn. Við elskuðum að ferðast, fara út, hitta vini – byggja upp líf okkar saman.

Þau gengu í það heilaga í Manchester, Bretlandi, í ágúst 2018 að viðstöddum 175 gestum. Saima var í afskaplega fallegum hvítum kjól sem hún hafði valið með mömmu sinni og systrum: „Ég missti næstum augun út úr hausnum þegar ég sá hana í þessum kjól. Hún var svo falleg,” segir Michael. „Við giftum okkur undir skyggni sem gert var úr brúðarkjól móður hennar.

Eftir brúðkaupsferð til Mauritius-eyja hófu þau líf sitt saman. Í desember fékk Saima eitthvað sem líktist flensu. Hún fór til heimilislæknis sem sagði henni að taka því rólega og taka parasetamól.

„Hún sagði að henni liði ömurlega og var mjög slöpp,” segir Michael. Næsta dag var hún nógu hress til að fara í vinnuna en svo fékk Michael símhringingu frá vinnunni hennar: „Ég hraðaði mér þangað. Saima þekkti mig næstum ekki. Hún gat varla gengið og ég þurfti að halda á henni í bílinn. Þegar við komum á bráðamóttökuna fór hún að fá köst. Augu hennar snerust og hún hætti að sýna viðbrögð. Ég féll bara á hnéin og hágrét þarna á spítalanum.”

Læknarnir svæfðu hana til að framkvæma rannsóknir. Skanni sýndi að heili hennar var bólginn, heilkenni sem orsakast annaðhvort af sýkingu eða að ónæmiskerfið ræðst á heilann.

Einkennin eru höfuðverkur, stífur háls, syfja, rugl, breytingar á persónuleika, ofsjónir og minnistap.

Í fjóra daga var barist við að bjarga lífi Saimu. Michael segir: „Heilbrigðisstarfsfólkið fékk ráð hjá sérfræðingum í heilabólgum, en þeir sögðu okkur að heili hennar og líffæri væru ekki að starfa sem skyldi. Hjarta hennar sló eingöngu vegna vélarinnar. Ef þeir myndu slökkva á henni ætti hún ekki séns. Ég bað til guðs: „Ef hún lifir en á engin lífsgæði fyrir höndum, taktu hana.” Ég veit hún hefði hatað að vera í óvirku ástandi.”

Þegar læknarnir hættu að nema hjartslátt ákváðu fjölskyldur Michaels og Saimu að slökkt yrði á vélinni.

„Ég kyssti hana og sagði henni að ég elskaði hana og ég myndi gera hana stolta,” segir Michael.

Þau voru bæði gyðingatrúar þannig Saima var jörðuð daginn eftir, 18. desember, fjórum vikum eftir að þau giftu sig.

Margir brúðkaupsgestanna voru einnig í jarðarförinni þar sem hún var grafin í brúðarkjólnum í Chorlton-cum-Hardy, Manchester.

Michael hélt ræðu í jarðarförinni og sagði hversu mjög hann hefði elskað hana og hann elskaði hana enn og hefði misst sálufélaga sinn.

Í brúðkaupsferðinni
Í brúðkaupsferðinni

Í apríl 202 mun Michael hjóla 200 mílur frá Manchester til Buckinghamhallar til að afla 25.000 punda til rannsókna á heilabólgum fyrir Encephalitis Society, og þráir að fleiri rannsóknir munu leiða til betri meðhöndlunar og þar af leiðandi auknum líkum á að bjargast. Hann og 30 aðrir sem þekktu Saimu munu hjóla með honum.

„Jafnvel þó fólk lifi heilabólgu af getur það fengið hræðilegar aukaverkanir. Þetta er afskaplega hættulegt. Frekari rannsóknir styðja að fólk eins og Saima muni ekki bara hverfa,” segir Michael. „Ég kaus Buckinghamhöll því ég vil að þetta hæfi drottningu. Saima var það fyrir mér.”

Heimild: Mirror

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!