KVENNABLAÐIÐ

Haley Smith, fyrrum keppandi í American Idol, lést í mótorhjólaslysi

Fyrrum keppandi í þáttunum vinsælu, American Idol, lést í mótorhjólaslysi laugardaginn 31. ágúst. Haley var aðeins 26 ára gömul. Slysið átti sér stað í Millinocket, Maineríki aðfararnótt laugardagsins. Samkvæmt lögreglustjóranum í Millinocket, Craig Worster, virðist vera sem Haley hafi ekki náð skarpri beygju og keyrt útaf og látist.

Auglýsing

Rannsókn á slysinu er enn í gangi.

Auglýsing

Haley, sem er upprunalega frá Utahríki fór í prufur fyrir 11. þáttaröð American Idol. Þrátt fyrir að komast ekki í aðra umferð heillaði hún dómarana Randy Jackson, Jennifer Lopez og Steven Tyler með lagi Rufus og Chaka Khan „Tell Me Something Good.”