KVENNABLAÐIÐ

Heilbrigð stúlka fæðist 119 dögum eftir að móðir hennar var úrskurðuð heiladauð: Myndband

Lítil stúlka fæddist í Tékklandi þann 15. ágúst síðastliðinn. Það sem var afar óvenjulegt, og hefur ekki gerst áður svo læknar viti, var að móðirin var úrskurðuð heiladauð og var ekki með meðvitund mestan hluta meðgöngunnar.

Auglýsing

Móðirin var 27 ára og 15 vikur gengin á leið þegar hún fékk alvarlegt slag og hún flutt á spítala meðvitundarlaus. Slökkt var á öndunarvélinni þegar barnið var fætt og móðirin var kvödd af nánustu ættingjum og eiginmanni:

Auglýsing