KVENNABLAÐIÐ

Kona fékk svo svakalegt hláturskast að hún fór úr kjálkalið

Kona þurfti að leita á sjúkrahús eftir að hafa fengið þvílíkt hláturskast að hún fór úr kjálkalið. Var hún því föst með munninn opinn. Þetta furðulega atvik gerðist þann 1. september síðastliðinn um borð í hraðlest í Guangzhou, Kína.

Læknir var um borð í lestinni og heyrði í kallkerfinu að læknis væri óskað. Hann dreif sig á stað og fann þá konu sem var með opinn munn og slefaði mjög, sem benti til að hún hefði fengið slag, en blóðþrýstingurinn var eðlilegur. Það var ekki fyrr en hann ræddi við aðra farþega að hann fékk að vita að konan hefði fengið hláturskast.

Auglýsing

hlo f

Auglýsing

„Hún slefaði þannig ég hélt hún hefði fengið heilablóðfall,“ segir læknirinn Luo Wensheng við Guancha News. „En ég tók blóðþrýstinginn og spurði hana nokkurra spurninga og áttaði mig þá á að hún hefði farið úr kjálkalið.

Luo er ekki sérmenntaður á þessu sviði þannig hann var settur í þá óþægilegu aðstöðu að reyna að hjálpa konunni. Hann sagðist reyna það en það væri hætta á að það myndi ekki takast. Hún bað hann samt sem áður um að prófa.

„Hún var mjög stressuð og vöðvar andlitsins mjög þandir þannig mér tókst það ekki í fyrstu tilraun,“ segir læknirinn. „Ég ráðlagði henni að fara á spítalann í staðinn en starfsfólk lestarinnar sagði að það yrði annar klukkutími í spítalann. Hún varð mjög pirruð og vildi láta laga þetta þannig ég reyndi aftur.“

Dr. Luo tókst í annarri tilraun að koma konunni í lið. Hún varð mjög þakklát og sagðist hafa lent í þessu einu sinni áður, þegar henni var óglatt á meðgöngu. Svo virðist sem þetta sé svipað og með axlaliðinn – farir þú einu sinni úr lið er líklegra að það gerist aftur.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!