KVENNABLAÐIÐ

Kevin Hart er á batavegi eftir alvarlegt bílslys

Grínistinn og leikarinn Kevin Hart lenti í bílslysi um helgina þar sem hann var farþegi í eigin bíl, eins og Sykur hefur greint frá. Eniko Hart, eiginkona Kevins lét hafa eftir sér að allt gengi vel: „Hann er góður,“ sagði hún við TMZ mánudaginn 2. september en þá var hún á leið á spítalann til að heimsækja Kevin (40). „Það á allt eftir að verða í lagi.“

Auglýsing

Hélt Eniko áfram: „Hann er góður. Allir eru góðir, guði sé lof…hann er í lagi, hann er vaknaður.“ Aðspurð hvort hann væri farinn að hlæja og grínast á ný, svaraði Eniko: „Nah.“

Kevin undirgekkst bakaðgerð á sunnudagskvöld. Er búist við hann nái sér að fullu.

Auglýsing

Eniko og Kevin eiga soninn Kenzo sem er 21 mánaða. Kevin á einnig fyrir börnin Heaven (14) og Hendrix (11) með fyrrverandi konu sinni Torrei Hart.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!