KVENNABLAÐIÐ

Kevin Hart er alvarlega slasaður eftir bílslys

Grínistinn og leikarinn Kevin Hart lenti í alvarlegu bílslysi en hann var lagður inn á spítala vegna áverka sinna. Hann var farþegi í bílnum, en Jared S. Black (28) ók og auk Kevins var einkaþjálfari eiginkonu hans Eniko, Rebecca Broxterman (31) í bílnum.

Auglýsing

Jared ók Plymouth Barracuda, árgerð 1970, sem Kevin á. Gerðist atvikið á Mulholland Highway í Malibu Hills. Missti hann stjórn á bílnum og hann valt. Hann var ekki undir áhrifum áfengis, staðfestir lögreglan.

Auglýsing

Tveir farþeganna voru fastir í bílnum. Í lögregluskýrslunni segir að Kevin hafi ekki verið fastur í bílnum og hann hafi farið og leitað aðhlynningar á spítala: „Hart og Black fengu alvarlega bakáverka og voru fluttir á spítala. Broxterman kvartaði undan sársauka og leitaði sér sjálf aðstoðar.“ Us Weekly segir frá því að Kevin þurfi að fara í stóra bakaðgerð vegna slyssins.

Myndband náðist af atvikinu sem sýnir fornbílinn velta utan vegar og fór á viðargirðingu og í gegnum hana. Þak bílsins brotnaði í slysinu. Fyrr um daginn hafði Kevin tekið myndband af sér í bílnum. Hann keypti hann í júlímánuði fyrir sjálfan sig sem fertugsafmælisgjöf.

Kevin hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Hann hætti við að vera kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni þar sem hómófóbísk tvít komu honum í vandræði. Einnig hefur hann átt í vandræðum í hjónabandinu með Eniko í langan tíma.