KVENNABLAÐIÐ

Liam drekkir sér í vinnu eftir skilnaðinn við Miley

Liam Hemsworth (29) er skiljanlega í sárum eftir skilnaðinn við Miley Cyrus (26) en hún var fljót að finna sér annan elskhuga, Kaitlynn Carter. Liam, sem er leikari, póstaði mynd úr nýjustu mynd sinni „Killerman“ sem mun verða frumsýnd næsta föstudag í Bandaríkjunum: „Ég er ótrúlega stoltur af allri vinnunni sem allir lögðu í þetta,“ sagði hin ástralska stjarna. „Blóð, sviti og tár var gjaldmiðill allra sem tóku þátt.“

Auglýsing

Liam leikur Moe Diamond sem er frá New York borg og þvær peninga. Hann vaknar upp minnislaus, með milljónir dala í peningum og dópi, segir í lýsingu myndarinnar á IMDB.

Fyrr í mánuðinum var tilkynnt um skilnað Mileyar og Liams, en þau voru gift í örfáa mánuði. Hann sótti um skilnaðinn.

Auglýsing

Á meðan var Miley að skemmta sér með nýju kærustunni, Kaitlynn Carter. Kom hún fram á VMA og söng lagið „Slide Away“ sem ku fjalla um skilnaðinn við Liam.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!