KVENNABLAÐIÐ

Fyrsta stiklan úr nýjustu kvikmynd George Clooney!

Auglýsing

Fyrsta stiklan úr Netflix kvikmyndinni The Midnight Sky er komin út.

Leikarinn George Clooney leikur aðalhlutverkið í myndinni ásamt því að leikstýra henni. Clooney leikur einmanna vísindamann, Augustine, sem reynir að ná sambandi við geimfarann Sully, á geimskipinu Aether, til þess að reyna að koma í veg fyrir að áhöfnin lendi aftur á Jörðinni, sem hefur orðið fyrir mikilli eyðileggingu og nánast þurrkast út. Þess má til gamans geta að kvikmyndin er tekin, að stórum hluta, upp á Íslandi.

Kvikmyndin verður frumsýnd á Netflix 23. desember og kemur í kvikmyndahús í sama mánuði.

Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr kvikmyndinni.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!