KVENNABLAÐIÐ

Spicy fiskborgari með chilli mæjó

  • 1/2 gúrka, skorin í strimla
  • 1 tsk hvítvínsedik
  • 1/4 tsk hrásykur eða ljós púðursykur
  • 1 msk hveiti
  • 1/4 tsk reykt paprika
  • 1/4 tsk timjan
  • 1/4 tsk cumin
  • 2 þorsk eða ýsustykki
  • olía
  • Hamborgarabrauð að eigin vali, létt ristuð
  • chilli mæjó
  • handfylli klettasalat
  • salt

Aðferð:

1. Setjið gúrkurstrimlana í skál ásamt hvítvínsediki, sykri og smá salti. Blandið öllu vel saman.

2. Blandið hveitinu og kryddunum saman og veltið fiskbitunum uppúr hveitinu.

3. Hitið 2 msk olíu á pönnu og steikið fiskinn í 2-3 mín á hvorri hlið eða þar til hann er orðin fallega gylltur og eldaður í gegn.

4. Smyrjið chilli mæjó á hamborgarabrauðin. Raðið næst klettasalati á brauðin ásamt fisknum og gúrkustrimlunum. Lokið þeim og berið fram strax.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!