KVENNABLAÐIÐ

Katie Holmes „niðurlægð” vegna sambands Jamie Foxx við mun yngri Selu Vave

Katie Holmes (40), sem var í sambandi með Jamie Foxx (51) í sex ár, finnst illa að sér vegið þar sem þau Jamie gerðu saming sín á milli að þau myndu ekki valda hvort öðru óþægindum með hegðun sinni þegar þau hættu saman.

„Þau gerðu samning og lofuðu hvort öðru sanngirni og þau myndu ekki fara út og gera einhvern skandal opinberlega, en það er nákvæmlega það sem Jamie gerði og hún er algerlega brjáluð,” segir vinur hennar við Page Six.

Auglýsing

Þau voru í opnu sambandi og ákváðu að hann myndi aldrei niðurlægja hana, en það hefur hann gert, aftur og aftur.

Foxx hefur verið mikið með Selu að undanförnu og býr hún næstum því hjá honum þessa dagana, eins og Sykur hefur greint frá.

Auglýsing

Jamie hefur reynt að klóra í bakkann og segir að þau Sela séu ekki í sambandi, hann sé bara að koma henni áframfæri, en hann hefur komið nokkrum á framfæri:

„Þegar ég hitti Ed Sheeran þekkti hann enginn. Hann svaf á sófanum hjá mér í sex vikur og hann endaði á að gera frábæra hluti,” sagði Jamie á Instagram Live: „Nick Cannon var 13 ára þegar hann kom og gisti hjá mér í gamla húsinu mínu. Áður en Ne-Yo varð Ne-Yo kom hann heim. Allir koma heim til mín, sama hverjir þeir eru,” hélt hann áfram og sagði það tvöfalt siðgæði þegar kæmi að karlmönnum hjálpandi konum í bransanum. Hann sagðist bara vilja koma vel fram við Selu og gefa henni sömu tækifæri og hann gæfi öðrum.

Við viljum vera viss um að hún fái tækifæri til að sýna hvað í henni býr. Allt þetta hatur gagnvart konunni, því gaurar koma hérna og vinna hörðum höndum…þegar stelpa gerir það er það allt annað. Hættið þessu bulli. Ég fagna öllum listamönnum sem koma hingað. Hún er í fjölskyldunni, hún er dugleg og hún er falleg söngkona.

Jamie hefur víst reynt að róa Katie niður en hún hlustar ekkert á hann.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!