KVENNABLAÐIÐ

Fyrirsætan Sela Vave „flutt inn” til Jamie Foxx

Það er ekkert verið að tvínóna við hlutina í sambandsmálum í Hollywood! Jamie Foxx og Katie Holmes hættu saman fyrir nokkru þó það hafi bara formlega verið tilkynnt í gær. Jamie (51) er yfir sig hrifinn af fyrirsætunni og leikkonunni Sela Vave (21) en hún hefur verið heima hjá honum í nokkrar vikur, segir vinur Jamie í viðtali við Radar.

Auglýsing

„Sela í raun býr hjá Jamie núna. Hún hefur verið þarna í einhverjar vikur, hangandi með vinum hans, djammandi í tónlistarstúdíóinu hans þegar þau eru ekki að gera eitthvað annað eins og að slaka á eða skemmta sér.”

Auglýsing

Sunnudaginn 18 ágúst sáust þau í fyrsta sinn saman en þau fóru á djammið á skemmtistaðnum Delilan í Los Angeles.

Jamie er ekki búin að kynna Selu fyrir öllum en hann er mjög „skotinn” segir vinur hans: „Það neistar á milli þeirra. Hann dýrkar hana og tilfinningin er gagnkvæm.”

Vave er ung fyrirsæta og er að reyna fyrir sér í söng- og leikbransanum. Hún hefur ekki farið í felur með aðdáun sína á Foxx, sem gæti hæglega verið faðir hennar.

Þau hafa gert ýmislegt saman, s.s. haldið upp á fjórða júlí saman, farið í Disneyland þann 18 júlí síðastliðinn og á góðgerðasamkomu fyrir vefjagigt þann 28 júlí síðastliðinn.