KVENNABLAÐIÐ

Kona vildi skilnað við eiginmanninn því hann var of ástleitinn og umhyggjusamur

Sumum er einfaldlega ekki hægt að gera til geðs: Kona nokkur ákvað að sækja um skilnað eftir árs hjónaband því maðurinn var of indæll. Gerðist þetta í Fujairah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og fór málið fyrir rétt í íslömskum sharia-dómstól.

Konan segist hafa verið „að kafna” því hann var elskaði hana of mikið og var of góður.. Til að gera hlutina „verri” reifst hann aldrei við hana í þetta ár sem þau voru gift og hjálpaði henni jafnvel húsverkin sem hún lýsti sem „helvíti.”

Auglýsing

„Hann öskraði aldrei á mig eða neitaði mér,” sagði aumingja konan fyrir dómstólnum. „Ég var að kafna vegna ástar og umhyggju. Hann hjálpaði mér meira að segja að þrífa húsið. Ég þráði bara einn dag af ósætti, en það var ómögulegt með þennan rómantíska eiginmann sem fyrirgaf mér alltaf og drekkti mér í gjöfum. Ég þarf alvöru samræður, jafnvel rifrildi, ekki svona átakalaust líf.”

Auglýsing

Dómararnir voru að vonum steinhissa og bar maðurinn vitni og sagðist ekki hafa gert neitt rangt, hann hefði einungis haft það markmið að vera „fullkominn og góður eiginmaður.” Því miður virðist sem þessi ósk hans hafi gert út um hjónabandið.

Viðurkenndi eiginmaðurinn að leggja mikið á sig til að hafa konuna glaða. Sagði hann frá því þegar hún kvartaði yfir holdafari hans hafi hann farið í megrun og í ræktina. Hann meira að segja slasaði sig á æfingu. Samt sem áður grátbað hann réttinn að fá konuna til að endurhugsa málið: „Það er ekki réttlátt að dæma hjónaband eftir fyrsta árið og allir læra af mistökum sínum, sagði hann samkvæmt Khaleej Times. Dómarinn tók það til greina og gaf báðum aðilum umhugsunarfrest.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!