KVENNABLAÐIÐ

„Ást við fyrstu sýn” – 27 ára kona giftist 83 ára afa

Ótrúleg ástarsaga hefur nú verið á flugi í asískum fréttamiðlum að undanförnu en 27 ára kona gekk að eiga 83 ára frægan shaman í Indónesíu. Þrátt fyrir aldursmuninn segist unga konan hafa orðið yfir sig ástfangin í fyrsta sinn er hún leit hann augum.

Auglýsing

Nuraeni (27) hitti fyrst Sudirgo (83) í júlí á þessu ári þegar hún fór með foreldrum sínum til shamansins í Desa Jatilaba, til að fá ráð. Þar féll hún gersamlega fyrir honum og þó hún hafi farið heim með foreldrum sínum leitaði hún stöðugt aftur til hans, en Surdirgo á átta barnabörn.

Bað Nuraeni hann að heimsækja þau og þó hún hafi gefið ýmislegt í skyn var hann ekki að kveikja – hann taldi ótrúlegt að svo ung kona væri að leita að rómantík með honum. Hann gat þó ekki staðist fegurð hennar og játaði tilfinningar sínar til hennar. Þegar hann bað hennar játaðist hún honum á stundinni.

Auglýsing

Áður en þau gengu að eiga hvort annað þurftu þau samþykki fjölskyldnanna. Fjölskylda hennar var ánægð með ráðahaginn. Börn Surdigos (elsta er 51 árs) þurftu aðeins meiri hvatningu. Þau vildu vita hví unga konan fyndi sér ekki mann sem væri nær henni í aldri: „Já, börn eiginmanns míns spurðu mig oft af hverju ég fyndi ekki mann á svipuðum aldri en ég bara elska „afa minn,”” segir hún við Tribun Jateng.

Ein af dætrum Surdigo, Tarti, sagði að hún hafði beðið Nuraeni að finna mann nær henni í aldri en hún heimtaði að fá að giftast honum.

Eftir að hún sá að henni var alvara gáfu öll börnin blessun sína.

Þau gengu í hjónaband þann 18. ágúst fyrir framan þorpsbúa og ástvini. Þetta er fyrsta hjónaband hennar, fjórða hans. Þrátt fyrir 56 ára aldursmun segja allir að hún sé í raun ástfangin og hafi ekki gifst honum vegna frægðar og fjár.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!