KVENNABLAÐIÐ

Archie Harrison kominn með þriðju barnfóstruna: Myndir

Fyrstu myndirnar hafa nú birst af þriðju barnfóstru Archies,  en þó hann sé einungis nokkurra vikna gamall hefur „hann“ þurft að skipta þetta oft. Konan sem um ræðir hefur ekki verið nefnd á nafn, en talið er að hún búi ekki með parinu á heimili þeirra í Frogmore Cottage. Hún fer með í ferðir þegar á þarf að halda.

þri1

Auglýsing

Myndirnar eru teknar þegar litla fjölskyldan var á leið um borð í einkaþotu í Nice, Frakklandi, í síðustu viku.

Meghan með Archie
Meghan með Archie

Hún var klædd í sandala, bláa skyrtu og virtist vera haldandi á barnatösku. Samkvæmt The Sun er barnfóstran sögð „dýrka“ Archie litla og „passar einkar vel inn í fjölskylduna.“ Einnig er sagt að Meghan sé „afskiptasöm“ en nýja fóstran sé „himnasending.“

Auglýsing

Fyrsta barnfóstran var rekin af Harry og Meghan þar sem þeim þótti hún „ófagleg“ og sú næsta var einungis hæf til að sitja næturvaktir.

Harry á leið um borð
Harry á leið um borð

Í næsta mánuði fer fjölskyldan til Suður-Afríku í opinbera heimsókn. Meghan, Archie og barnfóstran munu vera í Suður-Afríku á meðan Harry heimsækir Botswana, Angóla og Malaví.

þri7

Fjölskyldan er – líkt og oft áður- milli tannanna á fólki. Nú er það kolefnisfótspor þessara flugferða á meðan þau tala á móti gróðurhúsaáhrifum. Er þetta fjórða einkaþotan sem þau nota á aðeins 11 dögum. Elton John varði þau og sagðist hafa borgað fyrir ferðalögin þeirra til að vernda þau.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!