KVENNABLAÐIÐ

Miley Cyrus og Kaitlynn Carter kela á klúbbi í Hollywood

Heitasta par Hollywood þessa dagana er án efa Miley og Kaitlynn en þær eru báðar nýskildar og hafa fundið huggun hjá hvor annarri. Nokkrum klukkustundum eftir að Miley gaf út lagið „Slide Away“ sem er angurvært lag sem fjallar að öllum líkindum um skilnaðinn við Liam Hemsworth sást hún með Kaitlynn á Soho House, klúbb í Vestur-Hollywood.

Auglýsing

Auglýsing

„Þær voru með þráhyggju gagnvart hvor annarri. Þær snertu hvor aðra stöðugt,“ sagði sjónarvottur. „Þær voru í sleik, kelandi allsstaðar. Á baðherberginu, á barnum, á miðju gólfinu. Þær voru í raun að stunda kynlíf. Það er engin spurning að þær eru saman.“

Deginum eftir að tilkynnt var um skilnað Mileyar og Liam, innan við ári eftir að þau gengu í það heilaga, birtust sjóðheitar myndir af Miley og Kaitlynn í kelerí á Lake Como, Ítalíu.

Sumir veltu fyrir sér hvort þetta væri „rebound“ fyrir þær báðar, en þær hafa fengið samþykki móður Mileyar og er alvara með sambandið. Liam er víst í sárum eftir að myndirnar birtust, hann grunaði ekki að Miley myndi halda áfram svona fljótt.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!