KVENNABLAÐIÐ

Jeff Bezos, ríkasti maður heims, er alltaf í sömu sundbuxunum

Ríkasti maður heims, Jeff Bezos, hreinlega elskar kolkrabbasundbuxurnar sínar! Hann er nú í Evrópu að ferðast um með kærustunni Lauren Sanchez og vill hreinlega ekki fara úr buxunum (nema þá hann eigi margar!)

Auglýsing

Sundbuxurnar, sem sumir myndu kalla hallærislegar, eru af tegundinni Vilebrequin. Þessar tilteknu buxur eru ekki til lengur en það er hægt að fá þær með allskonar dýramynstri og kostar stykkið 260 dali (um 32.000 ISK).

Auglýsing

Hefur Jeff nú verið myndaður út um allt í buxunum. Í fyrsta sinn var hann á snekkju David Geffen þar sem þau voru að djamma með Joshua Kushner, Karlie Kloss og Lloyd Blankfein fyrir utan Spán.

.

View this post on Instagram

Having a great time in the Balearics

A post shared by David Geffen (@davidgeffen) on

Parið fór svo til St. Tropez þar sem hann hélt sig við buxurnar. Lauren skipti þó nokkrum sinnum um föt..en Jeff hélt sig við að skipta um boli en ekki buxur.
Síðan Jeff og Lauren sáust fyrst á Wimbledon í júlímánuði hafa þau verið óaðskiljanleg. Þau eru bæði nýskilin, en mikið uppnám varð þegar Jeff hélt framhjá konu sinni sem hann á fimm börn með.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!