KVENNABLAÐIÐ

Skilnaður ríkasta manns heims: Jeff Bezos átti hjákonu

Stofnandi Amazon og ríkasti maður á þessari jörð átti hjákonu, löngu áður en hann og kona hans, Mackenzie tilkynntu um skilnað í gær.

Auglýsing

Nú hafa komist í umferð textaskilaboð milli Jeff og Lauren Sanchez, sem er einnig gift – umboðsmanninum Patrick Whitesell sem vinnur í Hollywood. The Enquirer birtir þessi skilaboð.

Í einu skilaboðanna segir Jeff (54): „Ég elska þig, lifandi stelpa. Ég mun sýna þér það með líkamanum, vörunum og augunum, afar fljótlega.“

Í öðrum segir hann: „Ég vil lykta af þér, ég vil anda þér að mér. Mig langar að halda þér fast…ég vil kyssa þig á varirnar…ég elska þig, ég er ástfanginn af þér.“

Auglýsing

Tímasetning skilaboðanna sýnir að framhjáhaldið átti sér stað löngu fyrir þessa skilnaðartilkynningu. Lögfræðingur Jeffs segir að það hafi verið „öllum kunnugt“ að Jeff og Mackenzie Bezos hafi verið „skilin fyrir löngu síðan.“

Þrátt fyrir það birti The Enquirer skilaboðin og 48 tímum seinna tilkynntu þau skilnaðinn. Skilaboðin voru send í vor.

Jeff, sem á fréttamiðilinn The Washington Post var á báðum áttum vegna fréttaflutnings af málinu. Honum var bent á af lögfræðingu að hann „styðji blaðamenn og ætli ekki að reyna að fá dregið úr fréttaflutningi af þessu máli.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!