KVENNABLAÐIÐ

MIley Cyrus og Liam Hemsworth skilin: Hjónabandið varði í ár

Minna en ári eftir að þau gengu óvænt í hjónaband hafa þau Miley Cyrus og Liam Hemsworth ákveðið að skilja. Talsmaður Mileyar sagði: „Liam og Miley hafa ákveðið að halda hvort í sína áttina núna. Þau eru síbreytileg, þau breytast sem makar og einstaklingar, þannig þau hafa ákveðið að þetta er best á meðan þau einbeita sér að sjálfum sér og frömum þeirra. Þau ætla að halda áfram að vera ábyrgir foreldrar allra dýranna sem þau deila á meðan leiðir skilja. Vinsamlega virðið framvinduna og einkalíf þeirra.“

Auglýsing

Miley (26) og Liam (29) ákváðu að ganga í það heilaga í desember en þau hafa verið af-og-á í sambandi í áratug. Þau voru trúlofuð árið 2012 og hættu saman ári seinna. Byrjuðu þau svo aftur saman árið 2015.

Auglýsing

Fréttirnar koma aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Miley póstaði mynd af sér í fríi á Ítalíu án giftingarhringsins. Kaitlynn Carter, sem skildi nýlega við Brody Jenner, var með henni í fríinu og virtust þær skemmta sér vel.

View this post on Instagram

Mute me if you don’t want SPAMMED

A post shared by Miley Cyrus (@mileycyrus) on

Í janúar sagði Liam við Extra að hjónabandið hefði verið „skyndiákvörðun.“ „Þetta var ekkert erfitt. Við höfðum nokkra nána vini, fjölskyldu, skyndiákvörðun. En ég er ánægður með hvar ég er.“

Miley viðurkenndi í febrúar við Vanity Fair að hún væri samkynhneigð: „Við erum að endurskilgreina hvað það lítur út fyrir mig – samkynhneigða að vera í gagnkynhneigðu sambandi. Stór hluti stolts míns og uppruna er að vera hýr manneskja. Þegar ég er ástfangin er það á andlegum grundvelli. Það kemur kynhneigð ekkert við.“

 

View this post on Instagram

ROCK THE BOAT ❤️ 🇮🇹 ❤️🇮🇹

A post shared by Miley Cyrus (@mileycyrus) on


 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!