KVENNABLAÐIÐ

Nicole Kidman er að verða amma og vill bjarga börnunum sínum úr Vísindakirkjunni

Leikkonan og tilvonandi amman, Nicole Kidman, hefur nú í örvæntingu reynt að ná sambandi við börnin sín, þau Isabellu (26) og Connor (24) en sagt er að Isabella gangi nú með barn.

Auglýsing

Nicole vill ekkert frekar en vera til staðar fyrir börnin sín, og þá sérstaklega dóttur sína þar sem þetta er hennar fyrsta barnabarn. Það reynist þó þrautinni þyngra þar sem hún mætir veggjum allsstaðar: „Það er orðið „heitt” í Vísindakirkjunni þessa dagana vegna málssókna sem hóta því að upplýsa allan viðbjóðinn sem þar fer fram,” segir innanbúðarmaður í viðtali við Radar.

„Ef það gerist, vill Nicole halda börnunum og – þessu hugsanlega barnabarni – í burtu frá því.”

Auglýsing

Meðlimir kirkjunnar hafa orðið varir við aukna öryggisgæslu í kringum leiðtogann David Miscavige og stjörnur á borð við Tom Cruise.

Nicole hefur ekki séð börnin oft eftir að hún skildi við Tom árið 2001, eins og Sykur hefur greint frá.

„Þessir krakkar hafa alist upp án ákvörðunarréttar. Þeir eru notaðir til hagnýtingar fyrir kirkjuna og það er ekki rétt,” segir Sam Domingo sem hefur tjáð sig frjálslega eftir að hún slapp úr trúarreglunni.

Isabella og Connor eru orðin háttsett í kirkjunni og er Tom, að sögn, afar stoltur af þeim.

„Krakkar Tom Cruise eru aldir upp í geimveruveröld. Þetta er ekki venjulegt líf. Við sáum þau aldrei, þeim er haldið utan við allt.”

Nicole er búin að fá nóg af þessu, skiljanlega: „Í fortíðinni virti hún óskir þeirra og hélt sig fjarri. Henni finnst nú komið nóg af þessu. Hún er skelfingu lostin yfir því að hún nái engu sambandi við þau,” segir heimildarmaðurinn.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!