KVENNABLAÐIÐ

Ástæða þess að börn Nicole Kidman kalla hana ekki „mömmu”

Nærveru hennar ekki óskað í brúðkaupi sonar hennar: Leikkonan ástralska Nicole Kidman hefur átt í illdeilum við fjölskylduna sína um langa hríð og tekur það hana sárt.

Nicole á börnin Isabellu (26) og Connor (24) með fyrrum eiginmanni, Tom Cruise, sem eins og kunnugt er, er mjög trúaður og er í Vísindakirkjunni. Þau voru gift frá árinu 1990 til ársins 2001.

Auglýsing

Þegar þau skildu hættu börnin að kalla hana mömmu og kusu að búa hjá pabba sínum. Connor er ötull meðlimur Vísindakirkjunnar líkt og Tom.

nic mum

Er talið að ástæðan sé sú að Nicole hafi hætt í kirkjunni og er hún því „óæskileg” í lífum barnanna sinna að mati kirkjunnar.

Nú er Connor að fara að kvænast ítölsku kærustunni sinni Silviu, sem kölluð er „prinsessa Vísindakirkjunnar.”

Nicole á tvær dætur með eiginmanni sínum, Keith Urban, þær Sunday (10) og Faith (8) en þeim er ekki boðið í brúðkaupið.

Nicole og dæturnar
Nicole og dæturnar

Nicole og Tom ættleiddu Isabellu og Connor skömmu eftir brúðkaupið árið 1990, en sagt er að Nicole hafi haft óstöðugt samband við þau síðastliðin 18 ár.

Í eitt skipti var Nicole spurð í viðtali um börnin og hún sagðist vera mjög prívat þegar kæmi að þeim.

Connor Cruise
Connor Cruise

Sagði hún við tímaritið ástralska, Who: „Ég þarf að vernda þessi sambönd. Ég veit 150% að ég myndi láta lífið fyrir börnin mín því það er tilgangurinn. Þau eru fullorðin. Þau taka sínar eigin ákvarðanir. Þau hafa ákveðið að vera í Vísindakirkjunni og, sem móðir, er mín skylda að elska þau.”

Auglýsing

Hún hélt áfram: „Ég er dæmi um slíkt þolinmæði og því trúi ég – að það skiptir engu hvað barnið þitt gerir, barnið á skilið ást og barnið þarf að vita af ástinni og það er allt opið hjá mér. Ég held að það sé svo mikilvægt, því ef það er tekið frá barni, það fær ekki ástina – ég trúi að það sé rangt. Svo það er hlutverk okkar sem foreldra, að veita skilyrðislausa ást.”

Þegar Nicole hefur unnið til verðlauna minnist hún aldrei á eldri börnin tvö og hefur það vakið athygli.

Í fyrra minntist Nicole á yngri stúlkurnar tvær þegar hún vann Golden Globe verðlaun.

Ástæðan fyrir þessu ósætti má kannski finna í heimildarmyndinni Going Clear: Scientology and the Prison of Belief (2015).

Leikstjórinn Alex Gibney hefur gefið í skyn að trúin hafi sett fleyg á milli barnanna og Nicole.

Kirkjan hefur neitað þessum ásökunum og Nicole hefur tekið undir það og sagt það ekkert hafa með hana að gera.

Fyrrum meðlimur Vísindakirkjunnar, leikkonan Leah Remini, sagði í bók sinni Troublemaker: Surviving Hollywood and Scientology (2016) að Nicole væri með stimpilinn „SP” í kirkjunni (e. Suppressive Person“) sem er heiti á því fólki sem hverfur á brott úr kirkjunni og hefur því verið „útskúfað” úr „fjölskyldunni.“ Trúarreglan Vottar Jehóva hafa svipaðan hátt á. Þar er fólk rekið úr söfnuðinum með skömm og aðrir meðlimir, þ.m.t. fjölskyldumeðlimir, mega ekkert samband hafa við þá.

Bella
Bella

Leah segir að Bella (Isabella) hafi jafnvel minnst á móður sína á þann hátt, en kirkjan neitar öllu.

Eins og áður sagði, við skilnaðinn ákváðu Bella og Connor að búa hjá föður sínum sem viðhélt uppeldisháttum Vísindakirkjunnar.

Nicole var ekki velkomin í brúðkaup Bellu heldur árið 2015 og ekki hafa mæðgurnar sést saman opinberlega síðan 2006.

Sagt er að þær tali saman stöku sinnum, en báðar hafa sagt að bæði Bella og Connor hafi hætt að kalla Nicole mömmu sína.

Nicole sagði árið 2007: „Krakkarnir mínir kalla mig ekki móður sína, hvað þá mömmu. Þau kalla mig Nicole, sem ég hata og ég segi þeim það.“

Nicole og Keith
Nicole og Keith

Nicole hefur einnig tjáð sig um að þau búi hjá Tom og hún vildi óska þess að hlutirnir væru öðruvísi: „Þau búa hjá Tom, sem var þeirra val. Ég myndi elska ef þau myndu vilja búa hjá okkur, en hvað geturðu gert?”

Samt sem áður sagðist Connor í viðtali árið 2014: „Mér er sama hvað fólk segir. Samband mitt og mömmu er traust. Ég elska hana mjög. Fjölskyldan er mér allt.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!