KVENNABLAÐIÐ

Fluttur út frá pabba! Er Connor að hætta í Vísindakirkjunni?

Er Connor Cruise búinn að fá nóg af Vísindakirkjunni? Connor bjó með föður sínum í blokk sem Vísindakirkjan umdeilda á í Clearwater, Flórídaríki, en er nú fluttur í eigin íbúð sem er ekkert tengd er kirkjunni.

Auglýsing

Clay Irwin sem býr í nágrenninnu segir að Connor hafi flúið turn Toms, eða „Tower of Tom“ eins og byggingin er kölluð og flutt inn í aðra íbúð í nágrenninu í byggingu sem kölluð er Apex 1100.

„Þetta er ekki hús sem Vísindakirkjan á,“ segir Irwin. „Connor flutti út úr húsi Toms í síðustu viku.“

Auglýsing

Tom hefur nú eytt síðustu tveimur árum að hanna og byggja milljarða svítu nálægt höfuðstöðvum Vísindakirkjunnar í Clearwater. Systir hans býr einnig í byggingunni.

Húsið er ekkert slor – þar eru einkabílastæði fyrir níu bíla og öryggisgæsla allan sólarhringinn.

Flutningur Connors var ófyrirséður. Kemur hann í kjölfar þess að Nicole Kidman, móðir ættleiddu barnanna Connors og Isabellu segir frá því hvernig kirkjan skipti sér af sambandi þeirra og þau fjarlægðust hana: „Móðurhlutverkið er um ferðalagið. Það verða hæðir og lægðir hvort sem þú ert blóðmóðir eða ekki. Það sem börn þurfa er ást. Þau hafa ákveðið að vera í Vísindakirkjunni. Eina hlutverk foreldra er að veita alltaf skilyrðislausa ást,“ segir Kidman.

Flutningur Connors vekur þó furðu og spurningar hvort hann hafi ákveðið að fjarlægjast kirkjuna. Isabella er staðsett í London þar sem hún starfar fyrir kirkjuna.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!