KVENNABLAÐIÐ

Tom Cruise bannaði Isabellu og Connor að hafa samband við móður sína, Nicole Kidman

Fyrrum meðlimur Vísindakirkjunnar alræmdu, Sam Domingo, hefur nú komið fram í viðtali og sagt að leikarinn Tom Cruise sé ástæða þess að Nicole Kidman fái ekki að hitta börnin sem þau ættleiddu saman, Isabellu (26) og Connor (24).

Tom og Nicole ættleiddu börnin á þeim tíma sem þau voru gift. Nú, mörgum árum eftir skilnað þeirra árið 2001, hefur Tom tekist ætlunarverk sitt – að heilaþvo krakkanna þannig þau vilja aldrei tala við móður sína aftur: „Tom tók þá ákvörðun að slíta öll tengsl við Nicole og láta krakkana gera það einnig,” segir Sam, sem slapp úr Vísindakirkjunni (Scientology) árið 2004.

Auglýsing

Sam talar nú um kirkjuna sem „cult” eða trúarreglu sem hún slapp úr fyrir 22 árum. Gengdi hún ýmsum störfum innan safnaðarins, en hún var gift Placido Domingo Jr., syni hins fræga óperusöngvara. Þetta gaf henni tækifæri á að kynnast og vinna með frægustu meðlimum kirkjunnar.

„Ég lét krakkana mína í vísindakirkjuskóla í Los Angeles því ég vildi að þau fengju betri menntun,” segir Sam um dætur sínar þrjár. „Krakkar Toms höfðu ekkert val varðandi skóla eða að hætta að hafa samband við móður sína. Það finnst mér rangt.”

Newspix Archive Collection

Auglýsing

Segir Sam að Tom hafi ótrúlega valdmannslegan anda yfir sér í kirkjunni og komið sé fram við hann þannig: „Tom Crusie er sjálfsdýrkandi (e. narcissist) og það hentar trúarreglunni fullkomlega,” segir hún. „Ég vorkenni fjölskyldunni hans, því þau eru mjög almennileg, en þegar ég horfði á hann labba um og spóka sig…hann var alltaf VIP.”

Sam segir að ættleiddu börnin hans og Nicole hafi verið „heilaþvegin” því Tom var mjög hátt settur innan kirkjunnar. Afi þeirra, faðir Nicole, Anthony Kidman, hafi verið dæmdur sem „manneskja sem heldur öðrum niðri” (e. suppressive person) af Vísindakirkjunnni og þýðir það að Isabella og Connor mega ekkert samband hafa við hann heldur.

nicol22

„Þessir krakkar eru aldir upp án valkosta. Þau eru notuð til hagnýtingar og það er ekki rétt.”

Isabella er nú orðinn háttsettur prestur í kirkjunni eftir að hún tók þátt í að auglýsa kirkjuna í furðulegu myndbandi. Henni finnst æðislegt að vera í kirkjunni og kallaði hún lærlingsstöðu sína í útibúi bresku kirkjunnar „magnaða.”

Connor og Isabellu hefur verið kennt að þau muni ekki hafa samband við móður sína, að minnsta kosti ekki í þessu lífi: „Því miður geta þau ekki „bjargað” henni í þessu lífi. En gleðifréttirnar eru þær að einn daginn mun Nicole andast og við getum bjargað henni í næsta lífi! – Þetta er 100 prósent það sem vísindakirkjan kennir.”

Celebs At The Lakers Game

Connor er talinn „gulldrengur” Vísindakirkjunnar og er hann á leið að verða einn af æðstu ráðamönnum hennar í framtíðinni.

„Börn Tom Cruise eru alin upp í „geimveruveröld” – þetta á ekkert skylt við jarðneskt líf,” segir Sam. „Connor hefur sérstaka stöðu sem er á skrifstofu forsetans. Það er skrifstofan sem höndlar stjörnurnar í kirkjunni. Krakkarnir máttu ekki vera meðal „almennings” eins og hinir krakkarnir. Þú sást þau aldrei.”

Connor, Isabella, Tom og Suri
Connor, Isabella, Tom og Suri

Tom á dótturina Suri (13) með Katie Holmes en hann hefur ekki séð hana síðan árið 2013. Nicole hefur verið gift Keith Urban í mörg ár og eiga þau tvær dætur saman. Þegar kemur að Isabellu og Connor er óvíst hvort Nicole sjái þau nokkurn tíma aftur: „Þegar allt kemur til alls er Nicole í þeirra augum bara „meat body” (kjötlíkami), hún er ekki móðir þeirra í raun og veru. Hún er talin vond manneskja í þeirra augum.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!