KVENNABLAÐIÐ

Kylie Jenner gagnrýnd fyrir að fara í strippklúbb: Myndir

Kylie fór á strippklúbb í Los Angeles á meðan hún var enn að pósta myndum frá Turks og Caicos eyjunum á samfélagsmiðla. Var hún þar með vinkonum sínum ásamt dóttur sinni Stormi.

Auglýsing

Milljarðamæringurinn fór á Crazy Girls næturklúbbinn þann 17. júlí síðastliðinn ásamt vinkonu sinni Stassie og fullt af strákum.

Var hún að fagna Under the Sea línunni sinni sem var að koma út.

sti22

Auglýsing

Kylie sem verður 22 ára í ágúst, náðist á myndir ásamt strippurum og fullt af seðlum.

Snapchat myndir sýna Kylie í rauðum topp og buxum haldandi á seðlabunti í VIP bás.

Hún henti dollaraseðlum í stúlkurnar sem „twerkuðu” upp við stöng.

Gestur á staðnum sagði: „Kylie og vinkonur hennar voru að pósta myndum til að kynna línuna, en þær voru í raun komnar til baka og voru að tryllast á strippklúbbi. Þrátt fyrir að Kylie hafi setið fyrir á myndum deildi enginn þeim á netinu og hún var að vonast eftir að enginn myndi frétta af heimsókninni þar sem hún yrði gagnrýnd af „mömmuskömmurum.”

Nektarklúbburinn Crazy Girls er opinn til klukkan fjögur um nóttina og er boðið upp á VIP bása fyrir allt að 20 manns og þar sem flaskan kann að kosta allt að 2500 dollarati55.

Travis Scott, barnsfaðir Kylie, var ekki á staðnum en hún var að djamma með leikaranum Kwame Boateng og YouTube stjörnunni Toddy Smith.

„Kylie reynir að draga upp mynd af sér sem ábyrgri mömmu sem djammar ekki og einbeitir sér að barninu og förðunarvörunum sínum, en það er bara ekki rétt.”

sti3

Fólk var almennt ekki hrifið af þessu athæfi hennar: „Gefðu frekar peningana til einhverra sem þurfa á þem að halda, börn eru að deyja og hafa ekkert að borða.”

Annar sagði: „Hún er ekki heima hjá barninu sínu, hún er það aldrei. Þannig hún er að missa af uppeldinu til að sitja í klúbbi með allsbera rassa í andlitinu.”

Þriðji sagði: „Ég hlýt að vera gamaldags, því mér finnst þetta ógeðslegt.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!