KVENNABLAÐIÐ

Vel fór á með Drake og Kylie Jenner í afmælinu hans

Aldrei langt frá hvort öðru! Drake hélt upp á 33 ára afmælið sitt í Goya Studios í Los Angeles þar sem fullt af stjörnum heiðruðu rapparann: „Kylie var mestan tímann í kringum Drake og vini hans,“ segir nafnlaus partýgestur við Us Weekly. Kylie var rappandi með lögunum og dansandi við vini sína á meðan hún var við hlið Drake en þau voru samt ekki að dansa saman. Þau virtust þó hafa heilmikla tengingu.

Auglýsing

Kylie var einnig drekkandi Mod Sélection kampavín „og virtist njóta þess að vera einhleyp,“ en hún skildi við barnsföður sinn fyrr í mánuðinum.

Auglýsing

Annar gestur staðfestir að Kylie og Drake „eyddu löngum stundum í að spjalla saman“ í afmælinu. „Þau greinilega nutu félagsskaparins. Þau grínuðust mikið og hún virtist vera í mjög góðu skapi. Þeim leið greinilega vel saman og það var augljós aðlöðun.“

Corey Gamble, kærasti Kris Jenner, var einnig á staðnum.

„Partýið var frábært. Drake átti herbergið og talaði við alla og spilaði,“ heldur hann áfram.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!