KVENNABLAÐIÐ

Kylie Jenner og Drake eru skotin í hvort öðru

Þau hafa vissulega verið að hittast á rómantískum stefnumótum og hefur Kylie því alveg sagt skilið við barnsföður sinn, Travis Scott.

Auglýsing

„Kylie og Drake voru vinir en það hefur þróast upp á síðkastið…í hrekkjarvökupartýinu hans voru þau mjög náin og greinilega saman. Þau hafa líka veirð að hittast á stefnumótum, rómantískum. Hann kom líka í afmælið hennar Kendall,“ segir vinur hennar við Us Weekly.

Auglýsing

Í afmæli Drakes sem var stjörnum prýtt, var Kylie að daðra við hann. Hún er 22 ára, hann 33 ára.

Vinur Drake segir hinsvegar að þau séu ekki saman.

Drake hefur áður verið í samböndum með Rihönnu og Jennifer Lopez. Hann var tengdur Bellu Hadid árið 2017. Hann á tveggja ára drenginn Adonis með fyrrum klámstjörnunni Sophie Brussaux.