KVENNABLAÐIÐ

Dætrum Ewans McGregor finnst „ógeðslegt” að hann ætli að giftast hjákonu sinni

Leikarinn Ewan McGregor ætlar að ganga að eiga hjákonuna sem varð kærasta Mary Elizabeth Winstead. Það fer ekki vel í dætur hans, þær Esther og Clöru McGregor sem finnst það „ógeðslegt” að hann ætli að kvænast henni, samkvæmt nafnlausum heimildarmanni í viðtali við Radar.

Auglýsing

Clara skrifaði athugasemd við mynd af Mary Elizabeth á samfélagsmiðlum þar sem einhver hafði póstað myndinni: „Fallegasta og hæfileikastaríka kona á jörð? Oh, maður, þið eruð öll full af blekkingum. Þessi stelpa er drasl.”

Hún baðst svo afsökunar á ummælunum við breska The Times, og sagði þetta ekki vera mjög fullorðinslegt að hegða sér svona: „Ég var bara mjög reið og í uppnámi.”

Auglýsing

Heimildarmaðurinn segir: „Þær hreinlega trúa því ekki að hann geti verið svo harðbrjósta að kvænast konunni sem reif fjölskyldu þeirra í sundur og hafa grátbeðið hann að taka sig saman í andlitinu.”

Ewan var kvæntur móður stúlknanna Eve Makrakis (53) í 22 ár.

Í hjónabandinu sást hann kyssa Mary á bar í október 2017. Hann viðurkenndi síðar að vera ástfanginn, bað um skilnað en Eve var sannfærð um að hann hefði haldið framhjá sér: „Eve er viss um að Ewan og Mary voru saman áður en hann bað um skilnað.  Það er mjög erfitt fyrir hana að trúa honum,” sagði vinur hjónanna á þeim tíma.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!