KVENNABLAÐIÐ

Eitthvað er í gangi milli Lindsay Lohan og krónprins Sádi-Arabíu

Hvað er í gangi milli LiLo og Mohammad bin Salman? Sögusagnir voru á kreiki að Lindsay og hinn blóðþyrsti krónprins Saudi-Arabíu hafi verið að hittast og hann hafi verið að ausa hana gjöfum og fljúga henni milli heimshluta. Sagt er að hann hafi gefið henni gjafapakkað kreditkort. Þegar Page Six fór á stúfana sögðu vinir hennar að „þau þekktust.”

Auglýsing

Nú segir talsmaður Lohan að þau hafi „aðeins hist einu sinni – fyrir um ári síðan á Formula eitt kappakstri.

Talsmaðurinn neitar einnig því að Bin Salman – sem ku hafa látið fyrirskipa morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi — hafi gefið Lohan kreditkort.

Auglýsing

Hvort sem er hafa vinir hennar sagt að þeir hafi séð sms milli parsins og einnig að Lilo hafi montað sig af vinskapnum.

Lindsay er búsett að hluta til nærri Dubai og hefur verið í tvö ár. Talsmaður hennar segir að ekki sé án undantekninga að sögusagnir fylgi því af henni og málsmetandi mönnum í þeim heimshluta, s.s. Mið-Austurlöndum. „Þeir eru vitlausir í hana,” segir einn vinurinn.

Draumur Lindseyar á að vera að búa til feminíska kvikmynd, „Frame” sem ætti að vera um konur í Sádi-Arabíu og ást þeirra á skylmingum.

Síðast er vitað að hún hafi verið í sambandi með rússneska viðskiptajöfrinum Egor Tarabasov. Þau skildu að skiptum árið 2016.