KVENNABLAÐIÐ

107 ára kona segist vera langlíf því hún hefur alltaf verið einhleyp

Louise Signore, sem býr í Bronx í New York, fagnaði 107 ára afmæli sínu og deildi leyndarmálinu að langlífi, en hún sagði að hún hefði aldrei gift sig. Louise borðar hollt og hreyfir sig reglulega. Hún trúir því samt að hin raunverulega ástæða fyrir að hún hafi lifað lengur en í heila öld sé sú að hún gekk aldrei í það heilaga.

Auglýsing

„Ef það er hreyfing, hreyfi ég mig. Ef það er dans, dansa ég. Ég dansa enn svolítið. Eftir hádegisverð spila ég bingó þannig ég er upptekin allan daginn,“ segir hún við CNN.

Auglýsing

„Ég held að leyndarmálið við 107 ára aldurinn sé: Ég gifti mig aldrei. Ég held að það sé leyndarmálið. Systir mín segir: „Ég vildi ég hefði aldrei gift mig.“ Systir Louise er samt 102 ára þannig langlífi virðist vera í fjölskyldunni. Louise á afmæli 31. júlí.

Vegleg afmælisveisla var haldin í JASA Bartow Community Center í Co-op City þar sem meira en 100 manns mættu.

Alelia Murphy er 114 ára og er enn elsta núlifandi konan í Bandaríkjunum. Alelia býr í Harlem, New York, en þar fæddist Louise einnig.

HÉR er hægt að sjá viðtal við Louise

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!