KVENNABLAÐIÐ

Brúðgumi drukknaði í brúðkaupsferðinni er hann fór í sjóinn í fyrsta sinn

Ungur maður drukknaði í brúðkaupsferð sinni – þremur dögum eftir brúðkaupið – þegar hann synti í sjónum í fyrsta sinn á ævinni.

Dalton Cottrell og kona hans Cheyenne, bæði 22 ára, lentu í útsogi og flutu um 100 metra frá ströndinni þar sem þau voru, í Flórídaríki, Bandaríkjunum.

Auglýsing

gu2

Nýgiftu hjónin höfðu ákveðið að fara að synda en lentu í útsogi sem bar þau á haf út. Samkvæmt konu hans varð hann mjög hræddur og fór að „fríka út.”

Í áfalli tilkynnti Cheyenne um andlát hans á Facebook, en hún póstaði mynd af fótum þeirra beggja áður en þau fóru út í: „Þriggja daga brúðkaupshamingja breyttist í martröð mjög fljótlega, bæði fyrir mig og fjölskyldur okkar Cottrell beggja.”

„Aldrei hefði mig grunað að vera 22 ára ekkja svo snögglega.”

Myndin sem hún póstaði á Facebook áður en andlátið bar að
Myndin sem hún póstaði á Facebook áður en andlátið bar að

Gerðist atvikið fimmtudaginn 25 júlí síðastliðinn. Ungu hjónin sem voru frá Iowaríki voru í brúðkaupsferð í Flórída. Þau höfðu gengið í það heilaga þremur dögum áður í Kansasborg, Missouri. Dalton var að verða prestur.

Þau voru dregin úr sjónum þar sem þau synti nálægt Crescent strönd.

Auglýsing

Cheyenne sagði við lögreglu að þetta hefði verið í fyrsta sinn sem eiginmaður hennar hefði synt í sjó og hann hefði farið að „fríka út.” Hann átti í miklum erfiðleikum og þegar hún reyndi að hjálpa honum dró hann hana niður. Hann fór svo undir yfirborðið í meira en mínútu. Strandvörður og brimbrettagaur syntu út til þeirra til að reyna að bjarga þeim. Þeir settu Dalton á brettið og fóru með hann aftur á ströndina þar sem reynt var að hnoða hann í gang. Hann var svo fluttur á spítala þar sem hann var úrskurðaður látinn.

gu3

Cheyenne var í öngum sínum en sagði við Facebookvini sína að drottinn hefði kallað Dalton aftur til sín. „Það er mikill ótti í mér og óvissa. Foreldrar mínir komu til mín í morgun þar sem ég hef annan kafla í lífi mínu. Ég hefði aldrei trúað því að ég yrði 22 ára, eiginkona og svo ekkja á svo skömmum tíma. Vinsamlega biðjið fyrir okkur í sorginni. Það eru engin smáatriði varðandi jarðarförina en við vitum meira á næstu dögum. Ég elska þig svo heitt Dalton Cottrell.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!