KVENNABLAÐIÐ

Lisa Marie ætlar að segja frá öllu varðandi hjónaband hennar og Michael Jacksons

Lisa Marie Presley og Michael Jackson voru gift stutta stund fyrir 23 árum síðan. Margir voru hissa þá, og eru í raun hissa enn, því fáir virtust átta sig á á hverju gekk í þessu stutta hjónabandi.

Þegar Lisa Marie var í neyslu hafði hún þann furðulega sið að horfa á sinn fyrrverandi koma fram á sviði. Hún er sögð vera edrú núna.

Auglýsing

Nú hefur hún selt handrit til Gallery Books fyrir þrjár til fjórar milljónir dala, samkvæmt Page Six.

Bókin mun innihalda „ótrúlegar uppljóstranir um Michael Jackson og algerlega nýja sýn á Elvis,” segir innanbúðarmaður hjá bókaforlaginu.

Auglýsing

Lisa var gift Michael frá 1994-1996. Í viðtali sem tekið var við hana,  eftir andlát MJ árið 2009, viðurkenndi hún að hún skildi aldrei samband þeirra til fullnustu og fannst hann loka á hana í lok hjónabandsins: „Ég var mjög reið. Afar reið,” sagði hún árið 2010. „Mér fannst við svo náin og svo bara ýtti hann mér út.”

lmm

Þrátt fyrir allt sem þau gengu í gegnum hefur Lisa alltaf varið Michael þegar kemur að ásökunum um kynferðisofbeldi: „Ég veit hann er ekki þannig,” sagði hún við Diane Sawyer árið 1995.

Hún hefur ekki tjáð sig um heimildarmyndina, Leaving Neverland.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!