KVENNABLAÐIÐ

Hundurinn fann leikfang og NEITAÐI að sleppa því!

Auglýsing

Klara Robson vinnur við það að viðra hunda. Hún var í göngu með Labradorinn Charlie þegar hún sér úr fjarlægð að hann hafði fundið sér leikfang og var að skemmta sér konunglega. Hún tók upp símann og smellti mynd af honum til þess að senda á eiganda hans.

Henni brá heldur betur í brún þegar hún sá að hundurinn hafði fundið kynlífsleikfang og harðneitaði að sleppa því. Eins og það hafi ekki verið nóg þá eyddi hún næstu 15 mínútum í það að elta hundinn, í tilraun til þess að ná leikfanginu úr kjaftinum á honum. Hún sagði kímin að það hafi verið mjög erfitt að ná því og það hafi ‘skoppað’ út um allt.

Að lokum náði hún að draga athygli hundsins frá leikfanginu nógu lengi til þess að henda því ofan í skurð. Hjúkk!

Screen Shot 2020-10-11 at 15.39.26

Screen Shot 2020-10-11 at 15.39.12

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!