KVENNABLAÐIÐ

Móðir drekkti tvíburunum sínum eftir að hjónabandið brast

Samantha Ford hefur játað að hafa drekkt 23 mánaða tvíburum hennar eftir að hún fékk vilja sínum ekki framgengt við föður barnanna í skilnaðardeilu.

Gerðist þetta á annan í jólum 2018, en Samantha (38) bjó í Kent, Bretlandi.

dr1

Auglýsing

Gekkst hún við manndrápi en ekki morði á tvíburunum Jake og Chloe. Þurfti hún ekki að fara í gegnum réttarhöld þar sem hún samdi um refsinguna.

Samantha hafði ekki viljað yfirgefa hús þeirra í Qatar og mjög ríkulegan lífsstíl. Hafði hún fjölskylduna í heljargreipum tilfinningalegs ofbeldis.

dr6

Steven, faðir barnanna, var skelfingu lostinn vegna „fallegu barnanna” hans, eins og skiljanlegt er. Hjónabandið hafði fjarað út mánuðunum áður en Samantha myrti börnin.

Samantha sendi einhverjum skilaboð á jóladag: „Þetta verður að enda. Það verður eitthvað að slá hann til að láta hann vita hvað hann er að gera.”
Lík barnanna fundust á heimili þeirra eftir að Samantha lenti í árekstri við vörubíl á hraðbrautinni rétt fyrir klukkan 3 um nóttina, aðfaranótt 27 desember.

Þegar sjúkraliðar mættu á slysstað sagði Samantha: „Leyfið mér bara að deyja. Ég myrti börnin mín. Ég myndi aldrei meiða þau, þau eru kraftaverkabörnin mín.”

dr5

Svo virtist hún ranka eitthvað við sér og sagði: „Þetta er allt bara draumur. Ég hefði átt að fara á spítalann fyrr. Hann er að rugla í hausnum á mér.”
lögreglan fann tvíburana látna um 3:30 um nóttina. Rannsókn leiddi í ljós að þeir höfðu verið myrtir deginum áður.

Steven og Samantha gengu í hjónaband árið 2008 og fluttu til Qatar þar sem þau lifðu hátt.

Samantha varð ófrísk eftir tæknifrjóvgun og fæddi Jake og Chloe árið 2017. Árið 2018 fluttu þau aftur til Englands en Sam var ekki sátt.

Í einum skilaboðum sagði hún: „Af hverju kaustu vinnu í London frekar en að búa í æðislegu landi með börnunum okkar. Nú eiga þau eftir að eiga ömurlegt líf. Nú verða örlög okkar að búa í þessari skítaholu.”

Steven
Steven

Steven bar vitni í málinu og var mjög sleginn: „Þessi fallegu börn voru heilbrigð, klár og kærleiksrík sem höfðu allt til að lifa fyrir. Þau voru tvíburar en svo ólík, með sinn eigin persónuleika. Þau hefðu orðið yndislegt fólk, ég er viss um það.”

 

„Við vildum bæði börn. Jake og Chloe voru mjög velkomin í heiminn. Samantha og ég gengum í gegnum fjórar tæknifrjóvganir og þjáðumst í mörg ár.”

Auglýsing

„Á nóttunni vakna ég öskrandi og hendi hlutum í svefnberberginu. Stundum fer ég úr rúminu og beint inn til tvíburanna að vekja þau. En þau eru ekki þar.

Á síðustu mánuðum hef ég oft hugsað um að hengja mig. Ég fæ mig ekki til þess þegar ég hugsa um foreldra mína og fjölskyldu. En mér líður eins og ég geti ekki haldið áfram að lifa svona. Ég hugsa um síðustu mínúturnar þeirra. Þau voru sennilega ofsahrædd, ringluð og þjáð.”

 

Mér finnst eins og ég hefði átt að geta verndað þau, en það er samt ekki rétt.

 

Steven hafði enga hugmynd um að eitthvað væri að á annan í jólum þegar hann fór með börnin til Samönthu.

dr2

Andleg heilsa hennar var þó í molum. Í tölvunni hafði hún leitað að sjálfsvígi og morðaðferðum á leitarvélum.

Saksóknarinn sagði: „Við giskum á að hún hafi verið efnishyggjukona að því leyti að hún þoldi ekki að missa lífsstílinn í Qatar, hún hafði verið að upphugsa leiðir til að drepa sig og börnin.”

Heimild: Mirror

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!