KVENNABLAÐIÐ

Lottóvinningshafi myrti tvo syni sína og tók svo eigið líf

Rafvirkinn David Stokes sem vann þann stóra í lottói er sagður hafa myrt tvo unga syni sína og framið svo sjálfsvíg eftir að eiginkona hans, Sally Stokes, komst að því að hann hefði eytt stórum hluta fjársins í vændiskonur.

Hélt David Sally í gíslingu eftir að hafa myrt drengina. Stakk hann svo sjálfan sig til dauða með eldhúshníf eftir að lögreglan hafði verið í viðbragðsstöðu í fimm klukkustundir.

Sally taldi einnig að David hefði byrlað henni nauðgunarlyf.

Lögreglan fann svo lík drengjanna tveggja, Adam 11 ára og Matthew sem var fimm ára. Lágu þeir saman í rúmi og héldust í hendur.

Auglýsing

David sem var rafvirki, hafði unnið 40.000 pund (um 6,5 milljónir ISK) í lottói og eyddi peningunum í hlutabréf, bíl og vændiskonur.

Sally og David höfðu verið gift síðan árið 2011, en hjónabandið var að engu orðið. Þau höfðu ekki búið saman í þrjá mánuði fyrir morðin en voru í góðu sambandi, drengjanna vegna.

David
David

Harmleikurinn átti sér stað að kvöldi 1. nóvember síðastliðins á heimili fjölskyldunnar í Leicestershire, Bretlandi.

David komst í mikið uppnám þegar Sally ræddi við hann fyrr um daginn vegna tölvupósta sem sýndu hann panta vændiskonur og hafði hann verið að leita að „date rape” lyfjum.

David myrti svo drengina þeirra þegar Sally var hjá ættingjum að ráðfæra sig um hvað gera skyldi.

Þegar hún sneri aftur til hans réðist hann á hana með kökukefli og reyndi að kæfa hana með kodda.

David og drengirnir tveir
David og drengirnir tveir

Við málsflutninginn bar Sally vitni um hvað gerst hafði þennan dag. David hafði spurt hana rólega hvort hún vildi tebolla áður en hann réðist á hana á efri hæðinni þar sem hún var að skipta um föt. „Hann sló mig í höfuðið aftan frá. Ég féll á rúmið. Hann setti kodda yfir andlitið á mér og reyndi að kæfa mig. Ég barðist um og var að öskra á Adam því ég hélt hann gæti hjálpað mér. Ég endaði á að hrökklast út í hornið á rúminu. Hann stóð þarna með kökukefli. Hann var reiður að sjá. Ég hélt að þarna myndi ég deyja.”

David sagði við Sally að það væri allt í lagi með drengina en einhver myndi meiða þá ef hann sendi ekki sms eitthvert. Hann skipaði henni að setja á sig trúlofunar- og giftingarhringana sína aftur og reyndi að fá hana til að binda sig sjálfa á höndum og fótum.

Sally sagði: „Ég neitaði. Ég fór í sjálfsvarnarham. Ég vissi að ef ég hlýddi myndi ég deyja.” Sally slapp út úr húsinu tímabundið með því að slá David með kökukeflinu og opna bakdyrahurðina sem vísaði út á pall, en hann sló höfði hennar við vegginn. „Þegar ég var úti öskraði ég, sagði nafnið hans í þeirri von að einhver myndi heyra til okkar. Hann dró mig aftur inn í húsið og sagði: „Ég trúi ekki þú hafir slegið mig.” Hann sagði þetta allt vera mér að kenna, þegar í raun var það hann sem svaf hjá vændiskonunum.”

Auglýsing
Sally (í miðjunni) mætir í jarðarför drengjanna
Sally (í miðjunni) mætir í jarðarför drengjanna

Nágranni heyrði öskrin og hringdi á lögreglu sem kom um níuleytið. David hafði læst dyrunum og neitaði að hleypa lögreglu inn og stóð það yfir í fimm klukkutíma. Sally heyrði samningamenn lögreglunnar reyna að tala David út úr ástandinu í gegnum síma. Hann sagði þeim að hann hefði byssu. Hann leiddi Sally upp á efri hæðina og stakk hana.

Sally sagði: „Ég fann högg á bakið og svo hita. Ég þreifaði á bakinu og áttaði mig á að ég hafði verið stungin. Ég leit á hann og sagði nafnið hans. Svipurinn á honum var eins og hann hefði unnið. Ég mun aldrei, aldrei gleyma þessu.”

Sally flúði húsið um klukkan tvö eftir miðnætti í gegnum útidyrahurðina og í hendur lögreglunnar.

Lögreglan þusti þá inn og fundu David í hjónarúminu með hníf í brjóstinu. Svo fundust drengirnir. Þeir héldu í hönd hvors annars og voru undir sæng í svefnherbergi Matthews.

Sally var á spítala í fjóra daga með höfuðáverka og stungusár á bakinu sem orsakaði innvortis blæðingar og samfallið lunga. Daginn eftir harmleikinn var henni tjáð að drengirnir og David væru allir dánir.

Lögreglan fann sjálfsvígsbréf í garðskúrnum þar sem David skrifaði að „honum þætti leitt hvað hann hefði gert.”

Hann sagðist hafa orðið ástfanginn af konu sinni upp á nýtt en svo hefði allt farið á versta veg og hann vildi bara að allt myndi enda.

„Ég elska Adam og Matthew og við verðum öll saman aftur bráðum. Sal, mér þykir svo leitt hvað ég hef gert og sært þig. Í síðustu viku var ég algerlega þinn og mjög ástfanginn af þér. Þú ýttir of mikið. Ef þú hefðir sleppt því hefðum við getað orðið hamingjusöm það sem eftir væri,” stóð í bréfinu.

Kista Matthew
Kista Matthew

Sally sagði að eiginmaður hennar hefði haft skap, en hann hefði ekki lagt á hana hendur: „David var róleg manneskja en hann gat brjálast. Ég sagði stundum að ég ætti þrjú börn því hann fékk frekjukast eins og krakki. Hann henti hlutum. En hann meiddi aldrei mig eða strákana.”

Um lottóvinninginn sagði Sally: „David vann í lottóinu og eyddi peningunum í sjálfan sig. hann keypti nýjan bíl og hlutabréf með bræðrum sínum. Við töluðum um lottóvinninginn, að gifta okkur. En svo keypti hann bíl án þess að spyrja mig. Ég man eftir að hafa spurt hvað væri eftir af peningnum. Hann svaraði mér ekki. Ég mátti ekkert vita um fjármálin okkar.“

Rannsókn málsins stendur enn yfir.

Heimild: Mirror

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!